Horft til framtíðar: Sviðsmyndir fyrir Ísland 2025

Horft til framtíðar: Sviðsmyndir fyrir Ísland 2025

  • Frítt


Frítt niðurhal má nálgast hér

Gerð sviðsmynda sem undanfari stefnumótunar er þekkt aðferðarfræði erlendis en hún byggist á því að gerðar eru nokkrar hugsanlegar, en ólíkar, lýsingar á framtíðarástandi í tilteknum málaflokki og skoðað hvaða atburðarás gæti leitt til þessarar þróunar. Þannig geta sviðsmyndir varpað ljósi á það hvaða ákvarðanir þarf að taka í náinni framtíð og hvaða afleiðingar þær geta haft.
Í ritinu er brugðið upp fjórum sviðsmyndum sem fjalla um atvinnulíf og lífsgæði á Íslandi árið 2025. Vinna við gerð sviðsmyndanna fór fram sumarið 2009 með þátttöku 150 aðila víðs vegar úr þjóðfélaginu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafði umsjón með verkefninu í samvinnu við iðnaðarráðuneytið fyrir hönd 20/20 Sóknaráætlunar Íslands.

Ritstjórn: Eiríkur Ingólfsson, Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson

Útgáfuár: 2009


Við mælum með