Gæðahúsið

Gæðahúsið

  • Frítt


Frítt niðurhal má nálgast hér

Gæðahúsið (Quality Function Deployment) er aðferðafræði sem hjálpar fyrirtækjum að greina grunnþarfir viðskiptavina sinna og bendir þeim á leiðir til að ná forskoti á samkeppnisaðila. QFD- ferlið er aðferð við að yfirfæra þarfir og kröfur viðskiptavina í tækni, hugtök eða hönnun. QFD var þróað í Japan á sjöunda áratug síðustu aldar. Hugmyndin að baki aðferðinni er sú að unnið sé samhliða að verkþáttum vöruþróunar, með miklum og opnum samskiptum milli allra í þróunarteyminu, í þeim tilgangi að stytta tímann að markaðssetningu, lækka kostnað og auka gæði og áreiðanleika.

Höfundar: Nemendur í verkfræði við Háskóla Íslands árið 2003 undir stjórn Karls Friðrikssonar, Jóns Hreinssonar og Sigurðar Steingrímssonar.

Útgáfuár: 2003


Við mælum með