Græna hagkerfið

Græna hagkerfið

  • Frítt


Frítt niðurhal á skýrslunni Græna hagkerfið má nálgast hér

 

Veruleg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað undanfarin ár á sviði nýsköpunar og þróunar nýrra vara með tilliti til
áhrifa þeirra á umhverfið og samfélagsþróun. Ljóst er að viðhorf viðskiptavina, og þar með ákvörðun þeirra um viðskipti, stýrast í ríkari mæli af starfsvenjum fyrirtækjanna og lausnum sem þau bjóða við að sinna þörfum markaðarins. Stjórnendur gera sér þetta æ betur ljóst og endurskipuleggja stefnur fyrirtækja sinna í einstaka málaflokkum í takt við þessa þróun. Hér gildir meginregla breytingarstjórnunar, að innleiða nýja hætti á skjótvirkan hátt þannig að nýjar venjur verði hefðbundnar og virðisauki verði af. Rætt er um nauðsyn þess að fyrirtæki og stofnanir taki upp umhverfis- og vistvænar lausnir á öllum sviðum og leggi þannig sitt að mörkum við mótun græns hagkerfis. Þessi samantekt er unnin í því skyni að gefa mynd af verkefnum og viðmiðunum á þessu sviði. Hún miðast aðallega við nýsköpun og vöruþróun en nýtist einnig til að skoða aðra þætti í rekstri fyrirtækisins með augum umhverfisins og samfélagsins.

Í skýrslunni eru dæmi frá fjórum aðilum, Kaffitári, Hópbílum og Farfuglaheimilinu í Laugardal og Túni. Sjá skýrslu:  


Við mælum með